Eyravegur 1
Mjólkurbúið er eftirmynd af upprunalegu Mjólkurbúi Flóamanna sem stóð á Selfossi árin 1929-1954. Húsið er í dag sannkallað matar- og menningarhús. Þar er mathöll með fjölmörgum veitingastöðum og þar má einnig finna skemmtistaði og bari, sýninguna Skyrland og tónleikastaðinn Sviðið.
Mjólkurbú Flóamanna reis á Selfossi árið 1929 og má segja að það hafi lagt grunninn að því þéttbýli og samfélagi sem myndaðist á Selfossi á næstu árum og áratugum. Mjólkurbúið var stærsti vinnustaðurinn og um leið fallegt og áberandi hús, hannað af Guðjóni Samúelssyni. Mjólkurbúið varð fljótt of lítið fyrir starfsemina og var því ráðist í viðbyggingar hér og þar. Með tímanum tapaði húsið sjarma sínum og svo fór að haustið 1954 var ákveðið að rífa húsið og byggja nýtt.
Þegar fyrstu hugmyndir komu fram um nýjan miðbæ á Selfossi, þar sem endurbyggð yrðu fallin hús, kom fram mikill vilji heimamanna um að Mjólkurbúð yrði að vera eitt af hinum endurbyggðu húsum. Húsið stendur nokkuð hundrað metra vestar en það var upphaflega, en þykir mikil bæjarprýði þegar komið er yfir Ölfusárbrú.

Skoða fleiri eignir
Austurstræti 11
5.836 m²
Háaleitisbraut 68
4.555 m²
Austurvegur 20
1.214 m²
Háheiði 4
1.191 m²
Brúarstræti 3
348,5 m²
Austurvegur 7
322,9 m²
Austurvegur 9
279,5 m²
Sigtún 3
276 m²
Brúarstræti 6A
214,4 m²
Brúarstræti 12A
201,1 m²
Austurvegur 2D
136 m²
Brúarstræti 1
128,1 m²
Brúarstræti 10
123 m²
Brúarstræti 6
108,2 m²
Brúarstræti 4
103,6 m²
Brúarstræti 2
99,5 m²
Brúarstræti 8
75,2 m²
Brúarstræti 12
34,1 m²