Brúarstræti 8

Gott verslunarhúsnæði í hinu sögufræga Egilsonarhúsi þar sem nú er að finna fataverslunina Hlaðan.

Húsið er kennt við Þorstein Egilson sem annaðist endanlegan frágang að húsi sem byrjað var að reisa við Strandgötuna í Hafnarfirði árið 1856. Í húsinu voru verslunarrými, íbúðir og geymslur og var Þorsteinn þar með starfsemi til ársins 1901 þegar hann seldi hús sín á Mölinni, þar með talið Egilsonarhúsið,  Pétri J. Thorsteinssyni, útgerðarmanni frá Bíldudal og einum ríkasta Íslendingi þess tíma.

Næstu ár og áratugi var ýmis starfsemi á jarðhæð hússins og sem fyrr íbúðir á miðhæð en geymslur í risi. Því hnignaði nokkuð þegar leið á öldina en varð þó aldrei autt. Árið 1969 fór þjóðminjavörður þess á leit við bæjaryfirvöld í Hafnarfirði að tekin væri saman listi yfir öll þau hús í bænum sem ætti að varðveita. Fór í kjölfarið nokkur umræða um friðunarmál og bar þar einna hæst að setja á þann lista þrjú aldargömul timburhús við Strandgötu 50. Var pakkhús Þorsteins Egilson þeirra á meðal. Ekkert var þó að gert.

Síðla kvölds 30. desember 1976 var allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðis kallað að þessu gamla verslunar- og íbúðarhúsnæði þar sem eldtungur loguðu upp úr annarri hæðinni. Var að óláni að slökkvilið Reykjavíkur var á sama tíma bundið yfir stórum húsbruna í Æsufelli 2 í Breiðholti. Engu að síður tókst öllum 15 íbúum hússins að bjarga sér en húsið skemmdist mikið af völdum elds og vatns og var í kjölfarið rifið.

75,2 m²
2021

Skoða fleiri eignir