Brúarstræti 6
Á 1. hæð í Brúarstræti 6 er gott verslunarhúsnæði, með góðum gluggum á þremur hliðum og mikinn sýnileika fyrir gangandi og akandi gesti.
Húsið er endurbygging á hinu sögufræga húsi Fjalakötturinn sem var eitt af fyrstu húsunum sem byggð voru í Reykjavík, nánar tiltekið við Aðalstræti 8 í miðbænum. Fjalakattarnafnið er dregið af sýningarsal sem útbúinn var í lok 18. aldar og rúmaði allt að 300 manns, fyrst til sýningarstarfs og listaverka en síðar fyrir kvikmyndasýningar.
Ekki er vitað með vissu hvers vegna salurinn, og smátt og smátt húsið allt, fékk þetta nafn sem er í raun gamalt orð yfir músagildru. Í grein í Reykvíkingi taldi húseigandinn og húsasmiðurinn Valgarður Breiðfjörð að nafnið væri tilkomið frá þeim sem gagnrýndu smíðar hans og rituðu „samanhangandi keðju af ófrægjandi, hæðnisfullum níðgreinum um leikhús þetta, gefandi því alls konar ónöfn, svo sem „Hristingur“, „Skjálfandi“, „Fjalaköttur“ etc. etc, gefandi í skyn, að það væri lífsháski að koma þar inn, því það mundi hrynja.“ Húsið stóðst þó tímans tönn og gott betur, og var á endanum rifið árið 1983 eftir miklar deilur. Hefur verið rætt um þá ákvörðun sem eitt mesta menningarslys í sögu Reykjavíkur.

Skoða fleiri eignir
Austurstræti 11
5.836 m²
Háaleitisbraut 68
4.555 m²
Eyravegur 1
2.279 m²
Austurvegur 20
1.214 m²
Háheiði 4
1.191 m²
Brúarstræti 3
348,5 m²
Austurvegur 7
322,9 m²
Austurvegur 9
279,5 m²
Sigtún 3
276 m²
Brúarstræti 6A
214,4 m²
Brúarstræti 12A
201,1 m²
Austurvegur 2D
136 m²
Brúarstræti 1
128,1 m²
Brúarstræti 10
123 m²
Brúarstræti 4
103,6 m²
Brúarstræti 2
99,5 m²
Brúarstræti 8
75,2 m²
Brúarstræti 12
34,1 m²