Brúarstræti 2

Húsið Ingólfur er eitt af elstu byggingum á Selfossi, upphaflega reist af bóndahjónunum frá Vatnsnesi í Grímsnesi, Guðlaugi Þórðarsyni og Guðríði Eyjólfsdóttur, sem þá voru vertar við Tryggvaskála á Selfossi og höfðu hug á að koma sér upp framtíðarheimili. Varð úr að panta einfalt, portbyggt bárujárnshús frá trésmíðaverkstæðinu Dvergnum í Hafnarfirði. Þar var það hannað og sniðið undir áhrifum frá hinum norskættaða sveitserstíl, þ.e. hinu séríslenska bárujárnssveitser þar sem timburklæðningunni var skipt út til að fylgja áherslum tíðarandans á eldvarnir. Húsið var flutt tilsniðið og klárt austur á Selfoss 1926 og annaðist Sigmundur Stefánsson frá Eyrarbakka samsetningu þess á Eyrarvegi 1. Var því snemma gefið heitið Ingólfur, kennt við fyrsta landnámsmanninn, líkt og fjall Selfyssinga.

Á ofanverðri 20. öld hafði löngum verið verslunarrekstur á jarðhæð Ingólfs. Þar var m.a. raftækjabúð Magnúsar Magnússonar (oftast nefnd MM), ferðaskrifstofan Háland, Verslunin Veronika, Verslunin Ösp, Grænn ís – ferðaþjónusta, Veitingastaðurinn við Brúarsporðinn, barnafatabúðin Grallarar og síðast Blómakúnst.

Nú er þar starfrækt ísbúð á jarðhæð og á 2. hæð er skrifstofurými.

99,5 m²
2021

Skoða fleiri eignir