Brúarstræti 12A
Í kjallara Brúarstrætis 6, gamla Smjörhúsinu svonefnda, er að finna hinn frábæra veitingastað Fröken Selfoss.
Smjörhúsarnafnið er tilkomið frá upphafi 19. aldar, en þá var húsið – sem upprunalega stóð við Hafnarstræti 22 í Reykjavík – selt til danska stórfyrirtækisins Irma og var þá umbreytt í nýtískulegt verslunarhúsnæði sem seldi mjólkurvörur ýmiskonar. Var heitið málað stórum stöfum á framhliðina. Innandyra var verslunin fagurlega málað og búið glæsilegum innréttingum, ljósakrónum, vigtum, tunnum og hvers kyns búnaði. Eftirleiðis var Hafnarstræti 22 einatt kallað „Smjörhúsið.“
Húsið á sér þó mikla forsögu. Bjarni Sívertsen (1763-1833) reisti húsið árið 1797 og var þar um árabil verslunarrekstur. Árið 1851 var hluta Sívertsenshúss umbreytt í skólabyggingu og enn síðar í gistiheimili fyrir námsfólk. Síðast á áttunda áratug 20. aldar var Bókabúð Braga Brynjólfssonar og verslunin Veiðimaðurinn til húsa í Hafnarstræti 22. Hinn 7. nóvember 1977 birtist svo á forsíðu Dagblaðsins eftirfarandi fyrirsögn: „Smjörhúsið víkur fyrir þriggja hæða stórhýsi.“ Mátti þar sjá hvernig eitt elsta hús bæjarins hafði, líkt og svo mörg önnur á þessum árum, fallið fyrir kúlu kranans. Í stað þess reistu Strætisvagnar Reykjavíkur nýja skiptistöð sem enn stendur við Lækjartorg.

Skoða fleiri eignir
Austurstræti 11
5.836 m²
Háaleitisbraut 68
4.555 m²
Eyravegur 1
2.279 m²
Austurvegur 20
1.214 m²
Háheiði 4
1.191 m²
Brúarstræti 3
348,5 m²
Austurvegur 7
322,9 m²
Austurvegur 9
279,5 m²
Sigtún 3
276 m²
Brúarstræti 6A
214,4 m²
Austurvegur 2D
136 m²
Brúarstræti 1
128,1 m²
Brúarstræti 10
123 m²
Brúarstræti 6
108,2 m²
Brúarstræti 4
103,6 m²
Brúarstræti 2
99,5 m²
Brúarstræti 8
75,2 m²
Brúarstræti 12
34,1 m²