Brúarstræti 10

Brúarstræti 10 er samtengt Brúarstræti 12 og myndar um 100fm verslunarrými.

Húsið sjálft stóð í miðbæ Reykjavíkur frá 1883 og var lengst af kennt við apótek. Oddur Stefánsson Thorarensen fæddist á Akureyri 1794 og 16 ára gamall sigldi hann utan til að nema lyfjafræði við Hafnarháskóla. Níu árum síðar hélt hann aftur til Íslands með leyfisbréf frá konungi til að stofna apótek á Íslandi. Árið 1833 var honum úthlutuð lóð undir apótek, á svæði austan kirkjugarðsins við Aðalstræti sem síðar fékk póstfangið Thorvaldsensstræti 6. Þar reisti hann tveggja hæða veglegt timburhús með risi og var efri hæðin lengst af íbúð lyfsalans.  Reykjavíkurapótek hóf starfsemi árið 1834 en Oddur seldi það strax tveimur árum síðar Dananum J.G. Möller og hefst þá „danska tímabilið“ í sögu þess sem stóð yfir næstu 83 árin. Tók byggingin talsverðum breytingum á ofanverðri öldinni.

Þorsteinn Scheving Thorsteinsson tók við rekstri apóteksins árið 1919 og þannig komst Reykjavíkurapótek á ný í eigu Íslendinga. Eftir að hafa starfrækt Reykjavíkurapótek í 11 ár við Thorvaldsensstræti 6 þótti Þorsteini gamla apótekið full lítið enda fjöldi viðskiptavina margfaldast í takti við að íbúar Reykjavíkur voru rúmlega 800 árið 1834 en 20.000 tæplega 100 árum síðar. Landssíminn keypti þá gamla apótekið af Þorsteini. Þar voru um hríð matsalan Björninn, Vetrarhjálpin og Rauði kross Íslands en árið 1960 var ákveðið að stækka suðurhlið Landssímahússins og eitt elsta hús Reykvíkinga því rifið niður.

123 m²
2021

Skoða fleiri eignir