Austurvegur 20

Fasteignin við Austurveg 20 er af mörgum talið ein sú fallegasta á Suðurlandi. Húsið er gjarnan nefnd “Landsbankahúsið” enda hefur Landsbanki Íslands þar verið með höfuðstöðvar sínar á Suðurlandi um árabil. Húsið var hannað af Guðjóni Samúelssyni, fyrrum húsameistara ríkisins.

Landsbankinn er leigutaki á 1. hæð og kjallara, en á 2. og 3. hæð eru skrifstofur og sameiginleg vinnurými sem starfrækt eru af Bankanum Vinnustofu.

1.214 m²
1947

Skoða fleiri eignir