Austurstræti 11
Gamla Landsbankahúsið við Austurstræti 11 er eitt allra fallegasta og merkilegasta hús þjóðarinnar. Landsbyggð horfir til þess að þróa fasteignirnar með virðingu fyrir sögu þess og staðsetningu, með það að markmiði að þau verði lifandi hluti af borginni á ný. Ekkert hefur verið ákveðið, en margar hugmyndir eru uppi á borðum.
Húsið á sér langa sögu. Árið 1898 reisti Landsbankinn veglega, tvílyfta byggingu úr hlöðnum steini á lóðinni nr. 11 við Austurstræti eftir uppdráttum dansks húsameistara, Christian Thurens. Húsið var í ný-endurreisnarstíl og mjög til þess vandað jafnt utan sem innan. Nýja bankahúsið var álitið „hin mesta bæjarprýði, langfallegasta og vænsta húsið á landinu“ samkvæmt því sem kom fram í blaðinu Ísafold undir lok 18. aldar. Í miðbæjarbrunanum vorið 1915 skemmdist húsið mikið og stóðu hlaðnir útveggirnir einir uppi. Í 6 ár stóðu rústirnar óhreyfðar, en árið 1921 tók Landsbankinn ákvörðun um að reisa nýja bankabyggingu úr rústum hinnar eldri.
Landsbankinn leitaði til Guðjóns Samúelssonar um gerð teikninga. Guðjón hafði þó ekki að öllu leyti frjálsar hendur í þessu verkefni. Ákveðið var að nýta það sem eftir stóð af hlöðnum útveggjum gamla hússins og varð stíll hússins að taka mið af því. Til að lágmarka breytingar á steinhleðslunni kaus Guðjón að vinna með ný-endurreisnarstíl gamla bankans enda þótt sú stílgerð væri ekki sú sem honum var tömust. Stækkunin fólst í því að bankahúsið var lengt til vesturs um heilli hæð bætt ofan á eldri og yngri hluta þess. Í tímaritsgrein komst Guðjón svo að orði að Landsbankahúsið væri „án efa vandaðasta húsið sem reist hefir verið hér á landi, enda hefir ekkert verið til þess sparað svo húsið yrði sem fullkomnast.“ Í ávarpi við opnun bankahússins 29. febrúar 1924 sagðist Magnús Sigurðsson bankastjóri þora óhikað að fullyrða að bankahúsið væri „fegursta byggingin, sem vjer Íslendingar höfum enn þá bygt, og mun ætíð verða til sóma þeim mönnum, sem unnu að henni“.
Vinna við stækkun bankans hófst í ágúst 1938 og var húsnæðið fullbúið í ágúst 1940. Stækkunin er eitt fyrsta dæmi um opið og flæðandi „módernískt rými“ í opinberri byggingu hér á landi, en viðbyggingin var og er reyndar enn mjög umdeild, enda útlit hennar ekki í takti við upprunalegt húsið. Á 5. og 6. áratug síðustu aldar voru nýbyggingar við Hafnarstræti tengdar við Landsbankahúsið og fasteignin stækkuð sem því nemur. Heildarstærð húsanna er 5.836 fermetrar.

Skoða fleiri eignir
Háaleitisbraut 68
4.555 m²
Eyravegur 1
2.279 m²
Austurvegur 20
1.214 m²
Háheiði 4
1.191 m²
Brúarstræti 3
348,5 m²
Austurvegur 7
322,9 m²
Austurvegur 9
279,5 m²
Sigtún 3
276 m²
Brúarstræti 6A
214,4 m²
Brúarstræti 12A
201,1 m²
Austurvegur 2D
136 m²
Brúarstræti 1
128,1 m²
Brúarstræti 10
123 m²
Brúarstræti 6
108,2 m²
Brúarstræti 4
103,6 m²
Brúarstræti 2
99,5 m²
Brúarstræti 8
75,2 m²
Brúarstræti 12
34,1 m²