Teymið
Eigendur, stjórnarfólk og lykilstarfsmenn Landsbyggðar hafa samanlagt margra áratuga reynslu af þróun, uppbyggingu og rekstri fasteigna og áfangastaða.

Starfsfólk
Andri Þór Arinbjörnsson
Framkvæmdir
andri@landsbyggd.is
699 5449
Nánar
Andri er byggingartæknifræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Á árunum 2011-2022 starfaði Andri hjá Reitum fasteignafélagi, lengst af sem framkvæmdastjóri eignaumsýslusviðs. Árin 2023-2024 var Andri framkvæmdastjóri J.E Skjanna byggingaverktaka.
Andri hefur yfirgripsmikla reynslu af því að vera í forsvari fyrir hönd verkkaupa við hönnun og framkvæmd vegna bygginga af fjölbreyttum toga, bæði á sviði nýbygginga og endurbóta, má þar nefna sem dæmi íbúðir, skrifstofur, verslanir, verslunarmiðstöðvar, hótel, spítala, heilsugæslur og vöruhús.

Friðjón Sigurðarson
Þróun
fridjon@landsbyggd.is
615 1140
Nánar
Friðjón er verkfræðingur að mennt, með M.Sc. í stjórnun framkvæmda frá Danmarks Tekniske Universitet (DTU) og B.Sc. í umhverfis- og byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands.
Friðjón er með áratuga reynslu í þróun og rekstri fasteigna. Hann hefur gegnt fjölbreyttum lykilstöðum, þar á meðal sem framkvæmdastjóri þróunar hjá Reitum fasteignafélagi (2013-2024), sérfræðingur hjá Auði Capital (2009-2011) og forstöðumaður framkvæmda hjá Þyrpingu (2006-2009).
Friðjón hefur leitt undirbúning og framkvæmd fjölmargra stórra skipulags- og þróunarverkefna. Ber þar helst að nefna Kringlusvæðið, Orkureit í Laugardal, Korputún í Mosfellsbæ, Hyatt Centric hótel á Laugavegi 176, Borgartún 26 og Skuggahverfi.

Ragnheiður M. Ólafsdóttir
Lögfræði
ragnheidur@landsbyggd.is
899 4481
Nánar
Ragnheiður útskrifaðist sem lögfræðingur frá Háskóla Íslands 1998 og hefur verið hæstaréttarlögmaður frá 2007. Hún var lögmaður og eigandi á lögmannsstofunni LEX á árunum 2000 – 2014 þar sem hún sinnti helst verkefnum á sviði félaga- og fjármunaréttar en einnig á sviði verktakaréttar og hugverkaréttar. Hefur Ragnheiður stýrt áreiðanleikakönnunum á mörgum stærri fyrirtækjum landsins og séð um fjármögnunarsamninga þeirra fyrir hönd innlendra og erlendra fjármálastofnana.
Ragnheiður sinnti meðal annars verkefnum fyrir stór fasteignafélög og færði sig yfir til Reita fasteignafélags hf. á árinu 2014. Þar starfaði hún sem lögmaður og síðar framkvæmdastjóri lögfræðisviðs og sem regluvörður félagsins þar til haustið 2024 er hún fór í eigin rekstur.

Vignir Guðjónsson
Rekstur
vignir@landsbyggd.is
696 4560
Nánar
Vignir hefur stýrt uppbyggingu í miðbæ Selfoss frá árinu 2019 og komið að flestum verkefnum sem tengjast miðbænum á Selfossi, s.s. hugmyndavinnu, hönnun og framkvæmdum, mörkun og markaðsstarfi, fjármögnun, samningagerð, samskiptum við leigutaka o.fl. Hann hafði starfað við markaðsmál í ferðaþjónustu um árabil áður en hann tók við árið 2019 sem framkvæmdastjóri Sigtún Þróunarfélags.
Vignir starfaði hjá Bláa Lóninu á árunum 2012-2018, lengst af á markaðsdeild og sem sérfræðingur í viðskiptaþróun með sérstaka áherslu á stafrænar lausnir og tekjustýringu. Áður hafði Vignir starfað við uppbyggingu á ferðaþjónustu við Þríhnúkagíg og hjá ferðaskrifstofunni Iceland Travel. Vignir er með diplómu í Margmiðlunarhönnun frá Danmörku, BS í ferðamálafræði og MS í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands.

Stjórn og eigendur
Stjórnarformaður:
Guðjón Auðunsson
gudjon@landsbyggd.is
Stjórn félagsins skipa:
Guðjón Auðunsson
Leó Árnason
Guðjón Arngrímsson
Þórunn Guðmundsdóttir
Kristján Vilhelmsson
Hluthafar:
Kristján Vilhelmsson
Leó Árnason leo@landsbyggd.is