Leiðarljósin

Í öllum okkar verkefnum reynum við í hvívetna að fylgja nokkrum grundvallarreglum sem ná yfir alla okkar vinnu. Við köllum þau leiðarljósin okkar.

1.

Heimamenn í öndvegi

Hagsmunir þeirra sem búa á staðnum munu ráða ferðinni í þróun hvers verkefnis. Við spyrjum íbúa álits og fáum þá með okkur í verkefnin.

2.

Ólíkir hópar fólks

Fjölbreytilegar þarfir einstaklinga og fjölskyldna, jafnt íbúa á staðnum sem og gesta þeirra, er útgangspunktur starfsins.

3.

Listrænt og fallegt

Virðing fyrir smáatriðum og áhersla á fagurfræði getur verið það sem skilur á milli þess sem vel tekst og þess sem ekki gengur upp.

4.

Sköpum sérstöðu

Allir bæir hafa sinn staðaranda. Sérstaða skapar grundvöll fyrir ferðaþjónustu og býr til stolt á meðal heimamanna.

5.

Vandaður undirbúningur

Fagfólk úr mörgum áttum þarf að koma saman að verkefnum með skapandi og gagnrýna hugsun svo úr verði heilsteypt byggð og fallegt umhverfi.

6.

Traust fjármögnun

Örugg fjármögnun með öflugum bakhjörlum er grundvöllur þess að verkefni fari af stað og klárist með sóma.

7.

Horft til framtíðar

Velgengni staðarins og komandi kynslóða er undirstrikuð með grænum áherslum, sjálfbærni og umhverfisvottunum.